Að pota með priki
Að starfa að hönnun er líkt og vera barn í fjöruferð. Fyrst í stað er smásteinum kastað í öldurnar á einfaldasta hátt og umhverfið skoðað úr fjarlægð.
Fljótlega taka forvitnin,hugsunin og sköpunargleðin við. Barnið finnur sér passlega langt prik og fer að pota í það sem það finnur.
Lyftir steinum, kíkir bak við trjábúta og rótar í þanginu örlítið lengra í burtu.
Kannar landið, fjöruna framundan og möguleikana.
Þar til rétta viðfangsefnið er fundið.
Þá hefst gamanið.
Fljótlega taka forvitnin,hugsunin og sköpunargleðin við. Barnið finnur sér passlega langt prik og fer að pota í það sem það finnur.
Lyftir steinum, kíkir bak við trjábúta og rótar í þanginu örlítið lengra í burtu.
Kannar landið, fjöruna framundan og möguleikana.
Þar til rétta viðfangsefnið er fundið.
Þá hefst gamanið.
PrikiðMikilvægasta verkfæri sögunnar. Fyrsta meðvitaða verkfæri steinaldarmannsins og það sem flestir kunna að beita, án nokkurra leiðbeininga.
Hvað ef...Hugmyndaflugið er næstum jafn mikilvægt og prikið. Með því getum við byggt hvað sem er, í hvaða tilgangi sem er. Engar hömlur, bara möguleikar.
|
ForvitninÁn hennar er prikið gersamlega gagnslaust. Ef forvitnin ýtti ekki við okkur, værum við enn sitjandi í hellum, umvafinn loðfeldi af því sem reyndi að éta okkur í gær.
UppbygginginMyndir í sandinn, sögur um steina og ævintýri um þangið. En langmikilvægasta forsendan er prikið.
|