Undanfarin ár hefur Driftwood ehf lokið vinnu við ýmis konar viðskiptahugmyndir. Á sama hátt og við höfum unnið að eigin hugmyndum nýtum við verkkunnáttu okkar og tengsli við birgja og framleiðendur í þína þágu. Við gerum áætlanir um framgang verkefna, en gleymum samt ekki að vera nægilega forvitnir til að kanna hvort prikið flýtur, skútan siglir eða hatturinn passar. Það er þessi meðfædda forvitni sem er sterkasti drifkrafturinn í Driftwood ehf.
FilmanFlutningafyrirtæki vantaði tæki til að vefja plastfilmu um vörubretti. Tækið varð að komast inn í gám, en vera nógu létt til að hægt væri að nota það handvirkt.
|
SalatbakkinnAð pakka brakandi fersku salati og þykkri sósu í sömu umbúðirnar, var skemmtileg áskorun.
Verkefni var leyst fyrir heimsþekkt danskt fyrirtæki í umbúðaframleiðslu. Án þess að fá illt í magann. |
SýningarbásinnTréverksmiðja við Eystrasalt vildi útbúa einfaldan sýningarbás. Nú geta þeir sett upp fallega vörusýningu á 30 sekúndum.
Og enginn fær flís. |