Hönnunarráðgjöf
Vöruþróun er dýr og getur tekið langan tíma, stundum of langan. Þá er gott að þiggja góð ráð frá þeim sem þekkja vel leiðina frá hugmynd að vel hannaðri vöru. Driftwood ehf býður þér upp á aðstoð vöru- og iðnhönnuða, verkfræðinga, framleiðenda og efnasérfræðinga, hvar sem hugmyndin þín er stödd í þróunarferlinu. Hvort sem þig vantar hugmynd, hönnun, tillögur að efnum eða aðferðum.
GrunnhugmyndinGrunnhugmyndin skiptir öllu máli. En hún þarf að vera meira en sniðug eða skemmtileg. Við hjálpum þér að skoða hugmyndina frá öllum hliðum og meta hversu haldbær og arðbær hún er, áður en þú leggur í mikinn kostnað við framkvæmdina.
EfnisvaliðFjalli hugmyndin um áþreifanlega vöru er mikilvægt að velja rétt hráefni. Við hjálpum þér að velja efni, framleiðanda, framleiðsluaðferð og hvaðeina sem hefur með vöruna sjálfa að gera. Við getum líkt útbúið framleiðsluteikningar og jafnvel mótateikningar ef það á við.
|
ÚtfærslanStandist grunnhugmyndin gagnrýna skoðun, þarf að finna henni réttan farveg. Hvernig og hversu vel hugmyndin er útfærð, getur ráðið því hvort úr verður betri vara eða bara brostnir draumar.
FramleiðslanHönnun vörunnar þarf að skoða í samhengi við hvaða aðferð verður notuð við framleiðsluna. Mótakostnaður er oft mikill, svo arðsemisútreikningar eru eitt mikilvægasta verkfærið við val á framleiðanda og framleiðsluaðferð.
|