Tilraunamennska er ekki bundin við tilraunastofur. Þetta hefur vöruhönnuðurinn Páll Einarsson sannað aftur og aftur, með því að gera ólíklegustu tilraunir á ólíklegustu stöðum.
Reynslan er mikil og margvísleg, allt frá því að setja saman styttur úr rafeindaíhlutum, til slöngubáta fyrir Landhelgisgæsluna og listrænnar uppsetningar á hvalasafni. Palli er listrænn gúrú Driftwood og sér um allt sem snýr að formi, litum og fegurð. Enda skapaður eins og Venus frá Míló. |