Vinnustofa hjá Odda
Oddi er rótgróið fyrirtæki þegar kemur að umbúðaframleiðslu.
Þar starfar fólk að því að skapa hagkvæmar og fallegar umbúðalausnir fyrir alls kyns vörur.
Jafnvel þó Oddi hafi nú þegar á að skipa mjög hæfu fólki og einvala liði þegar kemur að nýsköpun og vöruþróun á umbúðasviðinu, valdi fyrirtækið að þiggja skapandi ráðgjöf frá Driftwood varðandi hugmyndavinnu og nýsköpun.
Á stuttum vinnustofum var farið yfir hvernig hægt er að efla hugmyndavinnu og rækta þann hæfileika að fá fleiri hugmyndir.
Við fórum líka yfir hvernig hægt er að vinna betur úr þeim hugmyndum sem fólk fær og hvernig aukin sköpun getur gagnast hefðbundum fyrirtækjum.
Og hver veit nema við gerum eitthvað fleira skemmtilegt saman í framtíðinni?
Þar starfar fólk að því að skapa hagkvæmar og fallegar umbúðalausnir fyrir alls kyns vörur.
Jafnvel þó Oddi hafi nú þegar á að skipa mjög hæfu fólki og einvala liði þegar kemur að nýsköpun og vöruþróun á umbúðasviðinu, valdi fyrirtækið að þiggja skapandi ráðgjöf frá Driftwood varðandi hugmyndavinnu og nýsköpun.
Á stuttum vinnustofum var farið yfir hvernig hægt er að efla hugmyndavinnu og rækta þann hæfileika að fá fleiri hugmyndir.
Við fórum líka yfir hvernig hægt er að vinna betur úr þeim hugmyndum sem fólk fær og hvernig aukin sköpun getur gagnast hefðbundum fyrirtækjum.
Og hver veit nema við gerum eitthvað fleira skemmtilegt saman í framtíðinni?
Sköpun í hefðbundnum fyrirtækjumÍ hefðbundnum framleiðslufyrirtækjum er mikið lagt upp úr því að trufla ekki framleiðsluferlið. Þegar vara hefur uppfyllt allar kröfur og viðskiptavinurinn er ánægður, er öll áhersla lögð á að halda áfram að framleiða sömu gæði á eins áreiðanlegan hátt og hægt er. En sköpun þarf ekki að trufla framleiðsluna. Sé unnið rétt með sköpun styður hún hana og eykur verðmæti hennar jafnt og þétt. Og það skilar auknum árangri fyrir alla.
|
Að fá fleiri hugmyndirÍ hefðbundnu fyrirtæki er lögð áhersla á að sérfræðingar á sínu sviði nýti þekkingu sína til að auka hagkvæmni og afköst. Einmitt þess vegna er gott öðru hverju að fá spurningar, hugmyndir og áskoranir frá einhverjum öðrum. Einhverjum sem ekki þekkir ferlana, verkfærin eða viðskiptavinina og getur þess vegna spurt um hvað sem er. Það eru nefnilega stundum augljósu spurningar sem helst þarf að svara upp á nýtt.
|