Fiskeldiskvíar Aqua Farm
Aqua Farm framleiðir heimsins stærstu lokuðu fiskeldiskví úr trefjagleri.
Kostir þessarar gerðar kvía framyfir hefðbundnar netkvíar eru meðal annars minni hætta á sjúkdómum í fisknum, minni hætta á að eldisfiskur sleppi úr kvínni og minni umhverfisáhrif, t.d. við fóðrun fisksins. Framleiðendur kvíanna leituðu til okkar þegar kom að því að útbúa nákvæmar mótateikningar og leiðbeiningar um samsetningu móta fyrir framleiðsluna. |