Með bakgrunn í arkitektúr, iðnhönnun og verslunarmenntun, hefur Birgir Birgisson iðnhönnuður um árabil sinnt alls kyns hönnunar- og vöruþróunarverkefnum. Lengst af fyrir nýsköpunarfyrirtækið Rafnar ehf, þar sem hann sá um bæði hönnun og verkefnastjórn tengda smíði á stærstu lystisnekkju sem byggð hefur verið á Íslandi.
Birgir sér um daglegan rekstur Driftwood, en er auk þess liðtækur í hjólreiðum, pönnukökubakstri og skák. |